22 október 2007

Heimsókn og fleira...

Jæja núna er komið að mér(Örn) að blogga. Eva er búin að nuða í mér í nokkurn tíma og loksins gaf ég undan.
Ég og Eva erum búin að vera í haustfríi alla síðustu viku og hefur maður nú ekki beint gert mikið á þeim tíma annað en að setja saman nýju tölvuna og passa.

Auðríkur ( http://audrikur.blogspot.com ) fékk okkur til að passa yngsta fjölskyldumeðlim sinn, Björn Orra, síðastliðið föstudagskvöld og fékk hann auk þess að gista.


Hérna er ég að kenna litla manninum hvernig maður tekur pizzu úr ofni, ekki verk fyrir hvern sem er.


Eva var fljót að svæfa Björn með sögunni um Dodda.


Höddi kom í heimsókn síðastliðið laugardagskvöld auk Dabba, Möggu og ekki má gleyma Degi. Síðan kíktu nágrannar okkar, Einir og María, yfir líka. Þannig að við vorum núna með fulla stofu af bjórþyrstum íslendingum. En viti menn ég var auðvitað búinn að sjá þetta fyrir og var því búinn að skella 2 kippum af bjór út á svalir og 2 inní ískáp. Næsta skref var að skreppa niðrí bæ en það tekur um 25 mínútur í lest. Við byrjuðum á að fara á stað sem heitir Jazz House en Eddi félagi okkar var þar inni. Við hættum öll við þegar kom í ljós að það kostaði um 65 dkk inná staðinn. Þá hófst leit að nýjum stað og lentum við inná mjög svo furðulegum stað sem spilaði aðeins sýru tónlist.


Þarf að segja eitthvað fleira? Sæll

Fólk var orðið frekar þreytt á þessari tónlist og hófst þá leit að betri stað. Dagsi mundi eftir stað í grennd við okkur sem að er með Hawaii þema þ.e. sandgólf og brimbretti útum allt. Höddi splæsti þar á línuna Jarðaberja daquiri sem að braðgaðist mjög vel.



Eftir þetta þá fórum við heim og tókum við fyrstu lest heim um klukkan 6:30. Einir missti náttúrulega af henni því að hann var upptekinn við að fá sér McDonalds í 3 skiptið á 3 tímum.


Það er orðið frekar kalt hér í dk og hefur það sína kosti og galla.


Gallar

  • Þarft að klæða þig vel
  • Ekki gaman að hjóla í skólann

Kostir
  • Hægt að kæla bjór úti á svölum

  • Engar flugur og kóngulær að ráðast á okkur

Eva er með kort í rækt sem að heitir Sats og gat hún boðið mér að koma í viku frítt. Var þetta fyrsta skipti síðan ég flutti út sem ég hef lyft lóðum en maður er sko ekkert orðinn að einhverri kúlu því að sumir fara 2svar í viku í fótbolta og hjóla 4 sinnum í viku í skólann. Auk þess sem að ég ákvað að það væri frekar sniðugt að hjóla í ræktina og það tók mig um 40mínútur hehe.


Kveðja frá landinu þar sem ölið flæðir

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fróði fór á hvolpanámskeið í dag og hitti bróðir sinn hann Rasmus :) Hann var lang óþægastur og urraði á alla hina hundana ;) Svo er hann orðinn svo mikil bolla, það er allavega ágætis þyngsl að halda á honum :) ég var með hann um daginn og gleymdi óvart útidyrahurðinni opinni, hann hljóp út í garð og ég á harðaspretti á eftir.. Það endaði ekki betur en þannig að ég rann illilega á einum af kúknum hans.. Við erum að byrja á að fara að mála herbergið þitt núna, ég vildi að það yrði brúnt en pabbi harðneitaði, þannig að það verður gult! Hlakka til þegar mér verður kennt að taka pizzu úr ofni og þegar eva les fyrir mig bók fyrir svefninn :) kveðja, systir

Ólafur Guðmundsson sagði...

Er Einir samt ekki orðinn að góðri kúlu eftir allan þennan Mac? Ég frétti að borgararnir á McDonalds í Köben væru meira eða minna rottukjöt. Einir ætti þá að vera búinn að innbyrða sem svarar einni rottu a.m.k. :D

Hafið það gott í landinu þar sem ölið flæðir!

-Óli

Nafnlaus sagði...

Hva! er verið að undirbúa sig undir foreldrahlutverkið?

Ekkatín sagði...

Mjög góð fyrsta færsla hjá þér Örn minn :) Og já maður þarf víst að æfa sig aðeins fyrir foreldrahlutverkið. Held að Örn myndi gera barnið sitt að litlum prakkara :)
Svana þú kemur bara í heimsókn með uppáhalds bókina og Örn skellir pitsu í ofninn fyrir þig ;)

Auðríkur sagði...

Sé að þetta hefur allt saman farið vel fram en gallinn er sá að strákurinn kom heim kallandi pizza, meiri pizza...
kv. foreldrarnir.

Nafnlaus sagði...

bíð spennt eftir nýju bloggi :)