Allavega. Ég fór síðasta sunnudag í heimsókn til Þórhildar og Tryggva til að sjá litlu rúsínuna þeirra og hitta Dóru, Hregga og Þórdísi. Litla dúllan fékk nafnið Brynhildur Freyja og hún er ekkert smá sæt. Síðan þegar ég var að halda á henni þá var hún alveg rosalega róleg og sofnaði síðan bara.

Það fer ekki framhjá neinum hérna að það sé komið haust því að trén eru að verða allsber og eru ekkert smá flott á litin. Síðan er nú búið að kólna soldið hérna en þó ekki jafn mikið og á Íslandi :) Það er oftast í kringum 10-13 stig hérna myndi ég halda.
(mynd kemur síðar)
Sævar kom síðan í heimsókn síðustu helgi og við skruppum ásamt Eini til Dabba og Möggu í smá hitting. Sævar var búinn að heyra margt um eitthvað ölflæði hér í DK og fékk svo að prófa smá ölflæði. Við tókum samt seinustu lestina heim þar sem við nenntum ekki að eyða annarri helgi í að fara endalaust seint að sofa og vakna um miðjan dag.
Danir:
- Mjög margir keyra um í rafmagnsknúnum hjólastól.
- Maður verður fyrir mjög miklum óbeinum reykingum hérna, í lest, stætóskýlum og úti almennt.
- Það er annar hver unglingur með eitthvað gat einhvers staðar, sérstaklega í andlitinu. Held að það sé tískan í dag?
- Síðan hafa kosningarnar alls ekki farið fram hjá neinum heldur því það er búið að hengja upp auglýsingaskilti á hvern einasta ljósastaur hérna!
Vil síðan óska yndislega pabba mínum til hamingju með afmælið :) Og einnig Sirrý frænku og afa mínum. En þau áttu öll afmæli núna í október.
Núna ætla ég allavega að fara að horfa á MTV EMA Live :D Hilsen!
1 ummæli:
Já þessi sýrlenska kona er algjört gull. Eva segir að hún sé alltaf að bjóða sér og mér í mat til hennar. Eva er semsagt 'last line of defense' fyrir mig :)
Skrifa ummæli