31 maí 2007
HAWAII !!
Las Vegas var líka fínt en við vorum bara fegin að fara þaðan og til Hawaii....það var eitthvað svo allt of mikið af spilavítum og drasli að maður hafði bara eiginlega ekkert að gera þar, nema ég fór í fyrsta skipti í alvöru rússíbana og á mynd af því til staðfestingar um hvernig sú ferð var :S Það var líka bara svo sjúklega heitt þarna í LV og þurrt loft að inná hótelinu var bara við frostmark útaf loftkælingu.
Skrifa aftur við tækifæri hérna, og vil helst sjá komment þegar þið eruð búin að lesa takk !
ALOHA :D
23 maí 2007
Myndir frá ferðinni
http://picasaweb.google.com/evakristinbraga
Enjoy ;)
22 maí 2007
Borg brekkanna!
Í dag áttum við síðan frídag frá öllum heimsóknum og notuðum daginn vel. Fórum niður í bæinn um 9 leytið og röltum þar um að leita að myndavélabúðum. Fundum þar nokkrar og sumar með okurverði. Fundum svo eina að lokum sem var nokkuð sanngjörn. Gerðum okkur þar með smá hlé og stungum okkur í verslunarmiðstöðina sem er þarna í miðbænum og er á 5 hæðum allavega. Ég persónulega missti mig algjörlega og keypti helling held ég, og Örn er nú búinn að finna sér soldið líka. Vorum semsagt í bænum í mest allan dag og keyptum ýmislegt. Fórum svo aftur í myndavélabúðina og ég skellti mér á eina rosalega fjárfestingu! Keypti mér semsagt Canon 30D og 2 linsur, tösku, 4 filtera, kort og batterí. JAHÁ! Eins gott að hún skemmist ekki á næstunni allavega því að hún er GEÐVEIK!
Og takið nú eftir, að þegar við vorum loksins komin uppá hótel aftur og ákváðum að fara að borða eitthvað saman á Fishermans Wharf, þá þurftum við auðvitað að taka leigubíl. Fórum í tveimur leigubílum og ég, Örn, Hjalti og Siggi vorum í seinni bílnum. Gaurinn keyrir auðvitað eins og brjálæðingur niður og upp allar brekkurnar hérna (verra er á íslandi) og þegar við vorum í síðustu götunni og sáum restina af liðinu okkar, þá þarf endilega að koma gatnamót og við lítum til vinstri ..... þar kemur bíll á fleygiferð, bremsar, en sleppir svo bremsunni og lætur vaða. Við semsagt lendum í bílslysi þarna á síðasta spölnum. Bíllinn kemur bara askvaðandi inn í hliðina á okkur og glerbrotunum svoleiðis rignir yfir okkur ! En jæja...þetta er bara daglegt brauð þarna og löggan sem svona hentugt átti leið hjá kom og reddaði málunum. Við þurftum samt að borga okkar ferð og leigubíllinn var í rétti..... held ég. Þetta var mjög spes dagur.
Þar sem að klukkan er síðan 00:37 á staðartíma og 07:37 á íslenskum tíma þá ætla ég að koma mér í rúmið núna. Meiri fréttir að degi liðnum.
Eva Kristín
18 maí 2007
In San Fransisco!
Klukkan hérna er semsagt 1 eftir miðnætti akkurat núna...eða semsagt 7 tímum á eftir íslandi. Við erum búin að vera að fljúga síðan kl hálffimm að íslenskum tíma og erum orðin mjöööög þreytt á flugi í bili. Fyrst þarna rúmlega 6 tíma flug fyrst til Minneappolis og stoppuðum þar í svona 3 tíma sem okkur veitti ekki af þar sem við þurftum að tékka töskurnar okkar áfram í flug því það var ekki gert á íslandi og þurftum því að draga þær með okkur útum alla flugstöð sem var ekkert lítil, upp rúllustigana og alla leið út í alla enda og til baka. Síðan förum við og fáum okkur ógeðslegan Burger King sem allir fengu í magann af held ég, klórkók og fransbrauðs-majonesborgari. Síðan fórum við að tékka okkur í seinni vélina, til SF og þar lenti Örn í vandræðum þar sem hann fékk vitlausan farmiða og lendir því í veseni í næsta flugi. Vorum svo í 4 tíma í því flugi, en það var frekar kósí því að öll ljós voru slökkt og maður gat bara slappað af.
Núna á hótelinu eru allir í veseni því að öll herbergin eru eins og það eru nokkrir sem eru 3 saman í herbergi, þannig að það vantar rúm fyrir þriðja aðilann.
Við vöknum svo hress og kát á íslensk/amerískum tíma á morgun, smá tíma að venjast klukkunni hérna, og förum í heimsókn kl 9 á tímanum hér. En við erum semsagt að fara að sofa núna og næstum búin að vaka í sólarhring!
Til hamingju með afmælið Örn minn :*
http://utskrift2007.blogspot.com/ Linkurinn á útskriftarferðina og ferðaáætlun.
11 maí 2007
Þvert yfir US and A
Næst síðasta prófið mitt í dag og það gekk fínt, allavega ekki búið að láta mig vita að ég hafi fallið í einhverju enn, gott. Fékk risastóra 8 í dönsku 203 í versló ! Enn að bíða spennt yfir hinum fjarnámseinkunnunum, en síðan er Sögupróf á mán. Síðan FRÍ.
Fer í heimsókn heim núna á morgun og ætla að liggja í leti í heitum pott og skreppa kannski í 2-3 tíma reiðtúr ! Horfi á Eurovision kannski með einu auganu svona, og ísland á voða bágt með að komast áfram í þessarri keppni.
Mæli með Supernatural, nýjir þættir sem njóta vinsælda í Bandaríkjunum og ég byrjaði að horfa á í gær.