22 október 2007

Heimsókn og fleira...

Jæja núna er komið að mér(Örn) að blogga. Eva er búin að nuða í mér í nokkurn tíma og loksins gaf ég undan.
Ég og Eva erum búin að vera í haustfríi alla síðustu viku og hefur maður nú ekki beint gert mikið á þeim tíma annað en að setja saman nýju tölvuna og passa.

Auðríkur ( http://audrikur.blogspot.com ) fékk okkur til að passa yngsta fjölskyldumeðlim sinn, Björn Orra, síðastliðið föstudagskvöld og fékk hann auk þess að gista.


Hérna er ég að kenna litla manninum hvernig maður tekur pizzu úr ofni, ekki verk fyrir hvern sem er.


Eva var fljót að svæfa Björn með sögunni um Dodda.


Höddi kom í heimsókn síðastliðið laugardagskvöld auk Dabba, Möggu og ekki má gleyma Degi. Síðan kíktu nágrannar okkar, Einir og María, yfir líka. Þannig að við vorum núna með fulla stofu af bjórþyrstum íslendingum. En viti menn ég var auðvitað búinn að sjá þetta fyrir og var því búinn að skella 2 kippum af bjór út á svalir og 2 inní ískáp. Næsta skref var að skreppa niðrí bæ en það tekur um 25 mínútur í lest. Við byrjuðum á að fara á stað sem heitir Jazz House en Eddi félagi okkar var þar inni. Við hættum öll við þegar kom í ljós að það kostaði um 65 dkk inná staðinn. Þá hófst leit að nýjum stað og lentum við inná mjög svo furðulegum stað sem spilaði aðeins sýru tónlist.


Þarf að segja eitthvað fleira? Sæll

Fólk var orðið frekar þreytt á þessari tónlist og hófst þá leit að betri stað. Dagsi mundi eftir stað í grennd við okkur sem að er með Hawaii þema þ.e. sandgólf og brimbretti útum allt. Höddi splæsti þar á línuna Jarðaberja daquiri sem að braðgaðist mjög vel.



Eftir þetta þá fórum við heim og tókum við fyrstu lest heim um klukkan 6:30. Einir missti náttúrulega af henni því að hann var upptekinn við að fá sér McDonalds í 3 skiptið á 3 tímum.


Það er orðið frekar kalt hér í dk og hefur það sína kosti og galla.


Gallar

  • Þarft að klæða þig vel
  • Ekki gaman að hjóla í skólann

Kostir
  • Hægt að kæla bjór úti á svölum

  • Engar flugur og kóngulær að ráðast á okkur

Eva er með kort í rækt sem að heitir Sats og gat hún boðið mér að koma í viku frítt. Var þetta fyrsta skipti síðan ég flutti út sem ég hef lyft lóðum en maður er sko ekkert orðinn að einhverri kúlu því að sumir fara 2svar í viku í fótbolta og hjóla 4 sinnum í viku í skólann. Auk þess sem að ég ákvað að það væri frekar sniðugt að hjóla í ræktina og það tók mig um 40mínútur hehe.


Kveðja frá landinu þar sem ölið flæðir

08 október 2007

Macromedia Flash

Jæja bloggid mitt er hreinlega komid í einhverja vitleysu núna tannig ad tad er tími til kominn fyrir nyja færslu sem inniheldur blogg.

Tad er slatti búinn ad gerast sídan sídast og tví ekki skrítid ef ég gleymi ad segja frá einhverju. Ætla ad setja tví nokkra punkta hérna.

*Vid erum búin ad hengja upp nýjar gardínur.
*Ég er búin ad kaupa mér kort í líkamsræktarstodina SATS og byrja á morgun.
*Ég er nú búin med fyrsta áfangann í skólanum og sá næsti byrjadi í dag.
*Tad eru búnar ad vera stodugar heimsóknir hjá Eini og Maríu sídustu helgar.
*Ég er búin ad setja inn 2 ny myndaalbúm.



Ég má nú til med ad byrja frásognina á Oktoberfest! Eins og flestir vita tá var Oktoberfest tessa sidastlidna helgi og skólinn hans Arnar vard ekki útundan. Reyndar var tad Íslendingafélagid í DTU sem stód fyrir svona smá hitting en fyrir utan tad tá var líka eitthvad á vegum skólans. Vid gátum semsagt keypt risa bjórkrús med 1 líter bjór á 60 dkk. Ekkert smá mikid must ad eiga tessar krúsir svo vid turftum audvitad ad kaupa tvær :D Sídan voru pantadar pitsur en viti menn, tær voru ekki nema 2 og hálfan tíma á leidinni! En tær voru samt gódar tegar tær loks komu og ég smakkadi í fyrsta skipti Kebab Pitsu! EINMITT....pitsa med kebab kjoti, kebab sósu og fersku káli. Mjog gód :) Fórum svo heim um 11 leytid (já byrjudum nefnilega kl 5).



Já og núna sídustu helgi voru semsagt brædur Einis í heimsókn og vid fórum af tví tilefni nidur í Kaupmannahofn. Byrjudum í partyi hjá Edda vini strákanna og vorum ad leika okkur í Xbox tar sem María vann stórsigur á okkur hinum. Eddi byr í fínustu íbúd í midri Nørrebro og tad er nú soldid spes ad fara tangad eftir oll lætin sídustu vikur. Eftir tad fórum vid svo labbandi um hverfid til ad finna einhverja skemmtistadi og ætludum ad fara á Jolene sem Dóra Takefusa og onnur Dóra eiga en hann lokadi kl 2 (akkurat tegar vid komum). Stoppudum á nokkrum odrum en héldum svo áfram yfir í átt ad Strikinu. Á einhverri hlidargotu tar fundum vid svo Rex skemmtistadinn sem var ekkert spes tannig ad vid fórum yfir gotuna á Skarf. Hann var fínn og med góda tónlist svo vid stoppudum í nokkra tíma tar. Tókum svo lestina heim tegar hún byrjadi ad ganga aftur kl 6:15 :D



Ég og Ørn eldudum svo pitsu í gær med einhverju tilbúnu deigi sem vid keyptum útí búd. Tegar vid opnudum sídan umbúdirnar tá kom í ljós einhver ílong dós sem átti ad rífa í sundur. Ørn gerdi tad svo en tá hálfgert sprakk dósin fyrir trýsting og deigid prumpadist út. Vid vorum tar farin ad halda ad vid fengjum ekki pitsu en sídan vard tetta ad fínasta pítsabotni og pitsan smakkadist bara nokkud vel :)

Allavega...tá sit ég alltaf í tíma ad blogga tví ég hef í rauninni ekkert annad ad gera tessa stundina. Er komin í nýja stofu tar sem er ekkert loftflædi og 30 tolvur tannig ad tad er rétt hægt ad ímynda sér andrúmsloftid. Tessi "modul" sem ég er ad byrja í núna verdur næstu 5 vikurnar og er adallega verid ad kenna okkur á Macromedia Flash :) Whoohooooo.

Hilsen

03 október 2007

Rannveig Hafsteinsdóttir - Spes færsla

Þetta er spes blogg fyrir hana Rönnu mína þar sem ég gleymdi henni algjörlega!

Fyrirgefðu Ranna mín! Ég veit ekkert hvernig ég fór að því að gleyma að gera handa þér kveðjufærslu.



Hún Rannveig átti semsagt afmæli núna 25 ágúst og varð tvítug stelpan :)

Til hamingju með það elskan mín!


Þessi linkur er tilnefndur henni



01 október 2007

Afmælisbarn

Til hamingju með 20 ára afmælið Sigrún Ásta mín !
Gangi þér vel í lífinu og öllu því sem þú aðhefst :)
Kveðja Eva Kristín