Ég og Eva erum búin að vera í haustfríi alla síðustu viku og hefur maður nú ekki beint gert mikið á þeim tíma annað en að setja saman nýju tölvuna og passa.
Auðríkur ( http://audrikur.blogspot.com ) fékk okkur til að passa yngsta fjölskyldumeðlim sinn, Björn Orra, síðastliðið föstudagskvöld og fékk hann auk þess að gista.
Hérna er ég að kenna litla manninum hvernig maður tekur pizzu úr ofni, ekki verk fyrir hvern sem er.
Höddi kom í heimsókn síðastliðið laugardagskvöld auk Dabba, Möggu og ekki má gleyma Degi. Síðan kíktu nágrannar okkar, Einir og María, yfir líka. Þannig að við vorum núna með fulla stofu af bjórþyrstum íslendingum. En viti menn ég var auðvitað búinn að sjá þetta fyrir og var því búinn að skella 2 kippum af bjór út á svalir og 2 inní ískáp. Næsta skref var að skreppa niðrí bæ en það tekur um 25 mínútur í lest. Við byrjuðum á að fara á stað sem heitir Jazz House en Eddi félagi okkar var þar inni. Við hættum öll við þegar kom í ljós að það kostaði um 65 dkk inná staðinn. Þá hófst leit að nýjum stað og lentum við inná mjög svo furðulegum stað sem spilaði aðeins sýru tónlist.
Þarf að segja eitthvað fleira? Sæll
Fólk var orðið frekar þreytt á þessari tónlist og hófst þá leit að betri stað. Dagsi mundi eftir stað í grennd við okkur sem að er með Hawaii þema þ.e. sandgólf og brimbretti útum allt. Höddi splæsti þar á línuna Jarðaberja daquiri sem að braðgaðist mjög vel.
Eftir þetta þá fórum við heim og tókum við fyrstu lest heim um klukkan 6:30. Einir missti náttúrulega af henni því að hann var upptekinn við að fá sér McDonalds í 3 skiptið á 3 tímum.
Það er orðið frekar kalt hér í dk og hefur það sína kosti og galla.
Gallar
- Þarft að klæða þig vel
- Ekki gaman að hjóla í skólann
- Hægt að kæla bjór úti á svölum
- Engar flugur og kóngulær að ráðast á okkur
Eva er með kort í rækt sem að heitir Sats og gat hún boðið mér að koma í viku frítt. Var þetta fyrsta skipti síðan ég flutti út sem ég hef lyft lóðum en maður er sko ekkert orðinn að einhverri kúlu því að sumir fara 2svar í viku í fótbolta og hjóla 4 sinnum í viku í skólann. Auk þess sem að ég ákvað að það væri frekar sniðugt að hjóla í ræktina og það tók mig um 40mínútur hehe.
Kveðja frá landinu þar sem ölið flæðir