27 september 2007

Afmælisbarn dagsins

Til hamingju með afmælið Þórir Már :)
Hafðu það gott á afmælisdaginn og borðaðu nóg af kökum!
Kveðja frá Evu og Erni

25 september 2007

Artí fartí fotograf

Ég er semsagt ad blogga í skólanum (ástædan fyrir fáum íslenskum stofum) tví ad ég er í tessari ædislegu Mac tolvu og med risa Mac skjá...en í windows styrikerfi!!! WHAT! ...vil helst bara vera í Mac umhverfi í Mac tolvu...tad skemmdi alveg fílinginn.




En jæja, ég hef semsagt eiginlega ekkert annad ad gera tví danir eru svo ofbodslega rólegir á tví alltaf. Vid stelpurnar sem erum í mínum hóp erum semsagt búnar ad taka tæplega 200 ljósmyndir í "studie" og tad kom svona ágætlega út midad vid hvad vid erum ekkert reyndar á tessu svidi. Tær myndir eru fyrir eitthvad verkefni sem vid erum ad gera í 5 vikur. Set nokkrar hérna med í blogginu. En tad er semsagt bara ein og hálf vika eftir af fyrsta kúrs og sídan byrjar einhver annar.








Gaman ad segja frá tví í leidinni ad tegar ég og Ørn fórum út í morgun tá var gód rigning og Ørn hjóladi á medan ég fór í nyju A lestina, sem fer btw á 10 min fresti núna í stadinn fyrir H lestina sem fór á 20 min fresti. Tessu var breytt núna sídastlidin sunnudag og allt mjog fínt fyrir utan tad ad í gær stoppadi lestin ekki af einhverjum ástædum á minni stoppustod og ekki heldur næstu fjórum svo ég turfti ad hanga í lestinni á medan hún fúttadi eitthvert lengst útí skóg! En ég nádi svo lestinni til baka strax og komst heim.










Tá er mamma hans Arnar ad koma í heimsókn núna í nóvember og tví fyrsti gesturinn úr okkar fjolskyldum sem kemur í heimsókn til okkar :) Svo erum vid búin ad panta okkur flug til Íslands og áætladur komutími er tví 21 des um 3 leytid. Sídan fljúgum vid aftur af klakanum 7 jan 2008. Verdum sennilega heima hjá Erni um jólin tví mamma hans, pabbi og Þórir eru ad fara í skídaferd eftir jól en Svanlaug ætlar að vera heima og joina okkur um áramótin, verdum svo heima á Økrum restina :)




Svo er ad segja frá tví svona í restina ad Tórhildur og Tryggvi eru búin ad eignast litla dúllu og ég óska teim innilega til hamingju med tad! Tau eiga eftir ad standa sig mjog vel í foreldrahlutverkinu :)




Hej Hej

15 september 2007

Næstum komið...

Til hamingju með afmælið mamma!
Þú ert alveg hreint yndisleg mamma og frábær fyrirmynd...Elska þig :*
Til hamingju með afmælið Bjarki minn!
Besti litli bróðir ever :*
Og Til hamingju með 21 árs afmælið Alda :)
Annars var það bara það að við erum búin að setja upp nokkrar nýjar myndir á síðunni hans Arnar og ég set inná mína innan skamms. Semsagt einhverjar myndir af íbúðinni eins og hún er núna og nýja handriðinu okkar sem Örn var svo myndarlegur við að smíða einn daginn. Fórum og keyptum timbur í það og þurftum að saga spýturnar sjálf niður með handsög og tommustokk! Það hefði nú verið ljúft að geta farið bara í BYKO. Allavega þá á það vonandi eftir að varna stórslysi. Síðan eru líka myndir af t.d enn einni hillunni sem við settum saman í dag.
Dóra og Þórhildur kíktu síðan í heimsókn í dag sem var mjög gaman. Dóra er hér í DK til mánudags. Þórhildur varð síðan verkfræðingur á fimmtudaginn :) Til hamingju með það!
Þangað til næst...

08 september 2007

Jeg skal på stranden og så besøger jeg min unkle :s






Já Ranna mín...nákvæmlega það sem ég var að spá í að gera :D

Ég er semsagt búin með mína fyrstu viku í danska skólanum mínum og það er soldið mikil danska töluð þar! Er búin að kynnast nokkrum núna.
Skildi í rauninni varla baun fyrstu 2 dagana þar en síðan fór þetta að koma hægt og rólega og ég var farin að skilja flestallt sem kennarinn og krakkarnir sögðu í enda vikunnar. Lenti reyndar í því á fimmt að kennarinn talaði alveg ótrúlega hratt! En það reddaðist fínt.
Við erum bara í einhverskonar Digital production kúrs í 5 vikur núna og síðan fer ég í einhvern annan kúrs.
Það er soldið erfitt að tjá sig á dönsku enn en mér fer fram með hverjum deginum. Síðan er einn strákur með mér í bekk sem er að æfa mig í dönsku, sem kemur sér vel :)
Ég keypti mér mánaðarlestarkort sem gildir þá í allar lestar og strætóa sem ganga á þeim 6 Zones sem ég fer í á leiðinni í skólann. Þannig að ég get alltaf skroppið til Kaupmannahafnar og í Field's þegar mér hentar án þess að borga neitt. Kortið kostaði samt alveg 830 danskar :) Ég keypti mér svo bók á dönsku til að lesa á þessum klukkutíma sem það tekur mig að fara í skólann.




Örn er víst kominn með einhvern rosalegan lestur í sínum kúrsum og er lesandi hálfan daginn núna. Hann keypti sér svo hjól í dag og þá fer vonandi minni tími fyrir hann að ferðast í skólann. Það var samt soldið skrautlegt hvernig þessi hjólaleit fór. Vorum búin að finna hjól sem kostaði 4000 og ætluðum að sækja það daginn eftir þegar það væri búið að setja standara á það en síðan hætti Örn við og ákvað að leita aðeins betur og að ódýrara hjóli. Fundum síðan eitt í dag sem var bara fínt og Örn ákvað bara að kaupa það. Fengum síðan hjólið í alveg rosastórum kassa og það fyrsta sem ég hugsaði var að hjólið væri nú sennilega bara næstum í heilu lagi í kassanum en stýrið væri kannski ekki á. Við ákváðum því að panta leigubíl þar sem það er soldið mikið vesen að labba með þetta í strætó. Leigubíllinn kemur svo og um leið og hann sér mig fyrir utan með kassann þá byrjar hann bara að hrista hausinn. Örn fer síðan að tala við hann og hann segir okkur að hringja á stærri bíl bara. Ég fer þá inn og fæ símanúmer hjá sendibílaþjónustu og við pöntum bíl sem á að koma eftir klukkutíma. SHIT. Hver nennir að bíða fyrir utan búð í klukkutíma að gera ekkert. Þannig að ég ákvað bara að opna kassann og gá hvort það væri ekki bara hægt að setja hjólið saman þarna á staðnum og viti menn. Hjólið er bara í heilu lagi ofaní kassanum og við þurfum bara rétt að setja pedalana á og rétta stýrið af. Þvílíkur munur og Örn gat bara hjólað í ró sinni heim og það tók hann ekki nema 7 min. Það er mjög þægilegt að hjóla hér um og ferðast í lestum og strætó.



Ég tók nokkrar myndir af Stengården station og húsinu okkar í morgun og setti þær inná myndasíðuna. Verð að fara að taka fleiri myndir svona dagsdaglega.

Við erum búin að vera soldið myndarleg hérna og elda okkur heilan kjúkling og prófa okkur áfram í hinu og þessu. Ég bakaði meira að segja muffins í dag og María bakaði skinkuhorn :)

Núna er svo bara að slappa af í sófanum og kannski sötra smá hvítvín :)

Hilsen !