30 ágúst 2007

Progress...




Núna erum við loksins búin að koma okkur ágætlega fyrir...bara smá fíniseringar hér og þar plús uppsettning á einum skáp í viðbót. Okkur líður bara mjög vel hérna enn sem komið er og erum að aðlagast dönskunni vel.

Ég þurfti að gera smá stopp í skólanum mínum á meðan við höfðum bílinn og fara með einkunnablöð til manns þar. Þegar ég hitti hann talaði ég dönsku til að byrja með og þegar ég var alveg að missa af því sem hann var að segja og þegar ég ætlaði að fara að tjá mig með flóknum orðum á dönsku þá bað ég hann um að tala ensku.... fékk til bara "NEJ, det vil jeg ikke" ...og ég varð bara að redda mér áfram á dönsku...takk! En það gekk svo bara vel og ég skildi nú ekki alveg allt en samt nóg :) Byrja svo í skólanum núna næsta mánudag og tek bara lestina í rúman klukkutíma þangað.

Örn er í einhverri kynningarviku í DTU og þar er alveg fullt af útlendingum. Hann var settur í hóp þannig að næstum enginn er frá sama landi oftar en einu sinni í hverjum hóp. Hann fór í einhverja furðulega leikskólaleiki á þriðjudag og þurfti að labba um, banka í hausinn á sér og segja "æg, æg, æg" og síðan "kylling, kylling" og fleira :D Síðan fór hann í fótbolta í dag og á morgun er svo endað á mat og partyi. Sjáum hvernig það endar.

Það eru svo komnar fleiri myndir af íbúðinni og í þetta skipti þá er búið að taka aðeins til. Það er síðan varla stakur hlutur hérna inni sem er ekki nýr.




Tókum líka lest og strætó í fyrsta skipti hér í gær þar sem Örn þurfti að skila bílnum niður í Kaupmannahöfn og ég fór á badmintonæfingu í Herlev. Það gekk nú bara mjög vel, kostaði ekki mikið og tók ekki langan tíma.
Við erum svo komin með heimasíma, internetið virkar rosalega vel og Örn keypti 37" Philips sjónvarp...og það er geðveikt flott !
Hilsen

24 ágúst 2007

Flutningurinn á Gammelmosevej

Já þá erum við loksins komin....heim! Lentum í Danmörku kl 6 að dönskum tíma og ég svaf eins og steinn alla leiðina og Örn líka. Fengum síðan nýlegan WV Passat á flugvellinum í staðinn fyrir Peugeot station bíl og hann er bara búinn að reynast okkur mjög vel.
Íbúðin var alveg eins og við bjuggumst við og jafnvel bara betri. Okkur líkar bara mjög vel við hana og frábært að hún sé glæný. Erum svo búin að vera að hendast hingað og þangað til að leita að húsgögnum, fara í ikea, jysk, elgiganten, bive mobler og enduðum svo í risastórri Daells Bolighus verslun þar sem við keyptum svo öll okkar helstu húsgögn í dag og í gær. Ég er síðan núna að bíða eftir að húsgagna sendingin renni í hlað með allt heila klabbið :) Ég er líka búin að skúra alla íbúðina einu sinni.
Það eru svo komnar nokkrar skítsæmilegar myndir af komunni okkar hingað en það koma síðan fleiri og betri seinna meir þegar ég hef tíma í það.
Hilsen fra DK

15 ágúst 2007

Útskriftarmyndataka


Já ég og Linda skelltum okkur í myndatöku og svona fínt fyrir Lindu til að hún gæti fengið góðar stúdentamyndir af sér líka og svo auðvitað svo við gætum fengið myndir af okkur saman. Alltaf jafngaman í svona myndatökum þar sem maður horfir á ljósmyndarana hamast við að skemmta manni og fá mann til að hlæja eðlilega. En jæja...okkur tókst nú samt að punga út þónokkrum ágætis myndum :) Svo fékk ég auðvitað Örn líka til að koma því að mig langaði til að fá myndir af okkur saman og svo honum með sína stúdentahúfu. Þannig að núna eiga þau loksins svona "alvöru" stúdenta myndir af sér. Ég ætla að setja hérna eina mynd inná sem mér tókst að nappa af netinu og sýna afraksturinn.


Svona er nú það. Síðan eru bara rúmlega 6 dagar í að við flytjum til Danmerkur og ég er orðin nokkuð spennt núna :D En samt ekki byrjuð að pakka enn ! Þarf sjúklega mikið að fara að byrja á því. Og hitta sem flesta áður en ég fer. Heilsið uppá mig takk !

Og síðan að lokum vil ég óska henni Lilju minni innilega hjartanlega til hamingju með 20 ára afmælisdaginn sinn sen byrjar einmitt núna 16 ágúst :) Sjáumst Lilja mín...

Hilsen

05 ágúst 2007

Til sölu

Jæja við erum að reyna að selja smá stuff sem við getum ekki tekið með okkur út. Það besta er að þetta eru allt nýlegir hlutir og lítið notaðir.

LG örbylgjuofn á 4000 kr. http://www.elko.is/elko/upload/images/products/400X400_MS1925W.jpg
Tölvuhátalarar "Kyros 321" hvítir á 4500 kr.

Látið mig vita ef einhver hefur áhuga eða vill fá frekari upplýsingar um vörurnar :)
Og ég er búin að laga stillingarnar aðeins þannig að núna virkar að gera comment hjá mér....held ég.