Núna erum við loksins búin að koma okkur ágætlega fyrir...bara smá fíniseringar hér og þar plús uppsettning á einum skáp í viðbót. Okkur líður bara mjög vel hérna enn sem komið er og erum að aðlagast dönskunni vel.
Ég þurfti að gera smá stopp í skólanum mínum á meðan við höfðum bílinn og fara með einkunnablöð til manns þar. Þegar ég hitti hann talaði ég dönsku til að byrja með og þegar ég var alveg að missa af því sem hann var að segja og þegar ég ætlaði að fara að tjá mig með flóknum orðum á dönsku þá bað ég hann um að tala ensku.... fékk til bara "NEJ, det vil jeg ikke" ...og ég varð bara að redda mér áfram á dönsku...takk! En það gekk svo bara vel og ég skildi nú ekki alveg allt en samt nóg :) Byrja svo í skólanum núna næsta mánudag og tek bara lestina í rúman klukkutíma þangað.
Örn er í einhverri kynningarviku í DTU og þar er alveg fullt af útlendingum. Hann var settur í hóp þannig að næstum enginn er frá sama landi oftar en einu sinni í hverjum hóp. Hann fór í einhverja furðulega leikskólaleiki á þriðjudag og þurfti að labba um, banka í hausinn á sér og segja "æg, æg, æg" og síðan "kylling, kylling" og fleira :D Síðan fór hann í fótbolta í dag og á morgun er svo endað á mat og partyi. Sjáum hvernig það endar.
Það eru svo komnar fleiri myndir af íbúðinni og í þetta skipti þá er búið að taka aðeins til. Það er síðan varla stakur hlutur hérna inni sem er ekki nýr.
Tókum líka lest og strætó í fyrsta skipti hér í gær þar sem Örn þurfti að skila bílnum niður í Kaupmannahöfn og ég fór á badmintonæfingu í Herlev. Það gekk nú bara mjög vel, kostaði ekki mikið og tók ekki langan tíma.
Við erum svo komin með heimasíma, internetið virkar rosalega vel og Örn keypti 37" Philips sjónvarp...og það er geðveikt flott !
Hilsen