27 mars 2010

Nemo!


Nemo okkar er 1 árs í dag :)

-

Hann klaktist út akkurat á þessum degi fyrir ári síðan. Hann hefur verið duglegur að læra síðasta árið því hann segir "Hæ Nemo, dúlla, kjúklingur, ertu góður strákur, ertu svona sætur, komdu og halló" auk margra annarra skemmtilegra hljóða :) Hann er ótrúlega duglegur að koma og kyssa mann og fer með manni í sturtu þar sem maður þarf að þurrka hann með hárþurrku eftirá ! Honum finnst líka alveg ótrúlega gaman að henda hlutum fram af borðum og hlaupa með manni á gólfinu :)


23 mars 2010

Árið 2010 !!

Húlla húbba!

Það er orðið soldið langt síðan að ég skrifaði eitthvað hérna og það er spurning hvort ég geti nú farið að bæta eitthvað úr því :)

Margt er búið að gerast síðasta árið og þar sem flestir vita af flestu þá fer ég ekki að telja það allt upp hérna, ætla bara að tala um núið og framtíðina!

Ég bý semsagt enn í Danmörku með litla strumpinn hann Nemo minn en hann Örn er fluttur tímabundið til Noregs. Hann fékk vinnu í Stavanger og er að leigja herbergi (næstum 110 fm samt) ekki svo langt frá miðbænum. Ég fór einmitt í heimsókn um síðustu helgi og það var fyrsta skiptið mitt í Noregi. Það eru komnar myndir inná picasaweb fyrir áhugasama :) Það var rosalega gott að hitta karlinn sinn aftur eftir næstum 3 vikur sem grasekkja!

-

-
Ég er svo byrjuð að vinna líka í Hjemmeplejen í Bagsværd þar sem að ég hjóla á milli húsa og hjálpa eldra fólki með ýmis verk sem þau geta ekki gert sjálf. Það er mun rólegra og þægilegra að vinna í Danmörku enn sem komið er og ég held að ég fái ágætis laun fyrir :) Er reyndar bara í afleysingum en búin að vinna ágætlega mikið síðan að ég byrjaði þrátt fyrir það.
-
Það er svo loksins byrjað að hlýna aðeins hérna eftir mikinn vetur! Búið að vera hrollkalt og snjór meira og minna síðan um jólin og það verður gott að fá þessar 8-10°C sem verða næstu daga. Við Örn erum búin að panta okkur nokkur flug fram í tímann og hann kemur næst hingað um páskana. Ég fer síðan og verð í viku hjá honum um miðjan apríl og svo fæ ég Lovísu mína í heimsókn til mín í 6 daga um mánaðarmótin apríl-maí! :D Ohh hvað það verður gaman að fá þig í heimsókn elskan mín :*
-
Svo er bara aðal málið næstu mánuðina að finna út hvar við verðum í haust! Ég er búin að sækja um háskólanám í Noregi og á Íslandi og ég held að það séu meiri líkur á að ég fari bara til Íslands í haust í sálfræðina þar. Ekki er enn vitað hvort Örn komi "med det samme" því hann fær kannski vinnu áfram í Noregi. Þá förum við Nemo bara saman með alla búslóðina með okkur :) En þetta kemur vonandi allt í ljós í maí-júní. Þangað til verður maður bara að vinna og njóta lífsins í Danmörku og Noregi :)
-
Sådan var det!
Hej hej :)