Sumarið já - Það var alveg einstaklega fljótt að líða! En ef maður byrjar á vorinu þá get ég sagt frá því að það var einnig einstaklega ánægjulegt.

Mamma, pabbi og Bjarki litli bróðir minn komu í heimsókn í apríl og við gerðum ýmislegt saman, eins og t.d. að fara í Legoland og keyra um Billund sem er mun minni en ég hélt. Við sýndum þeim síðan Kaupmannahöfn og bæinn okkar Gladsaxe. Það má svo sjá betur á myndasíðunni minni hvað við brölluðum saman :)
Á eftir þeim komu svo Lovísa og Guðmundur kærastinn hennar í maí. Ég og María skelltum okkur með þeim í dýragarðinn í Kaupmannahöfn og tókum alveg heilan helling af myndum. Þau voru síðan líka mjög dugleg að fara og skoða sig um sjálf og fóru t.d. í Kristjaníu.
Á milli þessarra heimsókna skrapp ég heim til Íslands til að vinna og var þar í ca. 3 og hálfa viku. Ég var semsagt að byrja að vinna á Sólheimum og vann á bæði Grænu Könnunni sem er kaffihús staðarins og svo Brekkukoti sem er gistiheimilið þar. Hélt svo áfram að vera þar í allt sumar og það var bara rosalega gaman og ekki skemmdi fyrir að ég var að vinna með algjörum elskum :) Ég var hjá foreldrum mínum fyrir austan í sumar og það var æðislegt að flytja aftur heim þó það væri ekki nema tímabundið. Hefði þó viljað hafa kannski aðeins meiri tíma aflögu með fjölskyldunni. Ég var bara alltaf annaðhvort í vinnunni, að læra undir fjarnámið eða í bænum að hitta Örn. Missti líka af því að komast í útileguna sem mig langaði í!
Það er kannski réttast líka að segja frá því að ég komst áfram í gegnum heimaverkefnið mitt og í inntökupróf fyrir arkitektinn. Inntökuprófið stóð svo yfir í tvo heila daga og maður þurfti að gera heilmikið verkefni og um 190 manns í stofunni að gera það sama. Ég komst samt ekki áfram í gegnum það en reyni svo sannarlega aftur í vor.

En svo að nútímanum.
Við Örn vorum að detta inn í Danmörku á föstudaginn var og það er bara alveg æðislegt að vera komin aftur heim! Fáum gott veður enn sem komið er og erum að hjóla útum allt. Það er líka heldur betur búið að bætast við íslendingar hérna á litla kollegíið okkar! Núna erum við í 6 íbúðum. En við misstum þó því miður Maríu mína til íslands því að hún var að fara í gullsmíðina þar í vetur. María mín þú verður samt að vera dugleg að tala við mig þar sem ég er aaalein :)
Við erum síðan búin að hitta Auði og Eirík um helgina og Guðmundur frændi hans Arnar var hjá þeim í heimsókn áður en hann fór síðan aftur til Ítalíu. Við erum að spá í að skella okkur saman á Kanó eða Kajak á Bagsværd sø núna í vikunni jafnvel ef það verður gott veður.
Örn byrjaði svo bara í skólanum í dag og líkar vel enn sem komið er og fjarnámið mitt frá VMA byrjar svo næstkomandi fimmtudag á fullu. Gott að nýta tímann í bloggfærslur og brauðbakstur þangað til :)

Svo að lokum ætla ég að taka það fram að hann Bjarki dúllan mín verður 10 ára á morgun þann 2. september. Til hamingju með afmælið elskan mín! :*