29 júní 2007

Sumarið 2007

Geggjað sumar eins og það leggur sig núna. Ég er að fíla það í tætlur allavega í vinnunni og er að ná mér í smá lit. Vinnan er líka frábær og fínasti hópur sem við samanstöndum af. Líka mikið af yngra fólki byrjað.

Usa var réttast sagt æðislegt og fjölbreytt! Síðan fór nú familían mín til Bandaríkjanna bara daginn eftir að ég kom heim :) Sumarið verður samt frekar stutt því að það fer bara að styttast í það að ég flytji !

JÁ....ég og Örn erum semsagt komin með íbúð og byrjuð að leigja frá og með 1 júlí en förum samt ekki fyrr en 22 Ágúst út. Búin að panta flug og allt og það bara aðra leið :)
Fengum íbúð í glænýju húsi í bænum Gladsaxe sem er soldið fyrir ofan Kaupmannahöfn. Hún er 50 fm og erum með eldhús og baðherbergi útaf fyrir okkur. Síðan er ég búin að skrá mig í skóla og fæ símtal á mánudaginn.