27 mars 2010

Nemo!


Nemo okkar er 1 árs í dag :)

-

Hann klaktist út akkurat á þessum degi fyrir ári síðan. Hann hefur verið duglegur að læra síðasta árið því hann segir "Hæ Nemo, dúlla, kjúklingur, ertu góður strákur, ertu svona sætur, komdu og halló" auk margra annarra skemmtilegra hljóða :) Hann er ótrúlega duglegur að koma og kyssa mann og fer með manni í sturtu þar sem maður þarf að þurrka hann með hárþurrku eftirá ! Honum finnst líka alveg ótrúlega gaman að henda hlutum fram af borðum og hlaupa með manni á gólfinu :)


23 mars 2010

Árið 2010 !!

Húlla húbba!

Það er orðið soldið langt síðan að ég skrifaði eitthvað hérna og það er spurning hvort ég geti nú farið að bæta eitthvað úr því :)

Margt er búið að gerast síðasta árið og þar sem flestir vita af flestu þá fer ég ekki að telja það allt upp hérna, ætla bara að tala um núið og framtíðina!

Ég bý semsagt enn í Danmörku með litla strumpinn hann Nemo minn en hann Örn er fluttur tímabundið til Noregs. Hann fékk vinnu í Stavanger og er að leigja herbergi (næstum 110 fm samt) ekki svo langt frá miðbænum. Ég fór einmitt í heimsókn um síðustu helgi og það var fyrsta skiptið mitt í Noregi. Það eru komnar myndir inná picasaweb fyrir áhugasama :) Það var rosalega gott að hitta karlinn sinn aftur eftir næstum 3 vikur sem grasekkja!

-

-
Ég er svo byrjuð að vinna líka í Hjemmeplejen í Bagsværd þar sem að ég hjóla á milli húsa og hjálpa eldra fólki með ýmis verk sem þau geta ekki gert sjálf. Það er mun rólegra og þægilegra að vinna í Danmörku enn sem komið er og ég held að ég fái ágætis laun fyrir :) Er reyndar bara í afleysingum en búin að vinna ágætlega mikið síðan að ég byrjaði þrátt fyrir það.
-
Það er svo loksins byrjað að hlýna aðeins hérna eftir mikinn vetur! Búið að vera hrollkalt og snjór meira og minna síðan um jólin og það verður gott að fá þessar 8-10°C sem verða næstu daga. Við Örn erum búin að panta okkur nokkur flug fram í tímann og hann kemur næst hingað um páskana. Ég fer síðan og verð í viku hjá honum um miðjan apríl og svo fæ ég Lovísu mína í heimsókn til mín í 6 daga um mánaðarmótin apríl-maí! :D Ohh hvað það verður gaman að fá þig í heimsókn elskan mín :*
-
Svo er bara aðal málið næstu mánuðina að finna út hvar við verðum í haust! Ég er búin að sækja um háskólanám í Noregi og á Íslandi og ég held að það séu meiri líkur á að ég fari bara til Íslands í haust í sálfræðina þar. Ekki er enn vitað hvort Örn komi "med det samme" því hann fær kannski vinnu áfram í Noregi. Þá förum við Nemo bara saman með alla búslóðina með okkur :) En þetta kemur vonandi allt í ljós í maí-júní. Þangað til verður maður bara að vinna og njóta lífsins í Danmörku og Noregi :)
-
Sådan var det!
Hej hej :)

03 febrúar 2009

Til minningar - Helga Jóhannesdóttir

Árið byrjaði svo ekki alveg jafn ánægjulega og ég vonaðist til. Ég var nýkomin heim og um kvöldið frétti ég að amma mín hefði dottið og verið lögð inná spítala. Hún ætti líklegast bara nokkra daga eftir. Ég frétti það bara einum degi of seint :( Það góða var að heyra að hún hefði alla fjölskylduna hjá sér og vonandi leið henni bara sem best síðustu dagana. Hún lést síðan föstudaginn 23 janúar. Ég pantaði mér flug, kom til landsins á miðvikudaginn síðasta eftir aðeins viku í danmörku og fer aftur núna á föstudaginn. Er búin að setja inn myndir alveg frá jólum og yfir þessa seinni íslandsferð. Jarðarförin fór fram á föstudaginn síðasta og var athöfnin alveg sú fallegasta. Veðrið var glæsilegt og alveg eins og amma hefði viljað hafa það.


Elsku amma. Þegar ég hugsa um þig þá fyllist ég af gleði. Þú varst sú allra yndislegasta kona sem til er og mín uppáhalds fyrirmynd. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann séð þig í vondu skapi og hvað þá hækka röddina gagnart öðrum. Þú komst fram við alla af skærustu góðmennsku og komst öllum í gott skap. Hver man ekki eftir því að koma í heimsókn á Bugðulækinn til þín og afa og fá skúffukökurnar, kleinurnar, kökurnar þínar og alltaf bauðstu uppá kaffi, sama hversu lítill maður var. Ég hlakkaði alltaf jafn mikið til þess að koma í heimsókn til að hjálpa þér með krossgáturnar og læra að spila á spil, og þá sérstaklega Marías þar sem þú leyfðir manni alltaf að vinna án þess að segjast vera að því. Ég man líka eftir því að vera ofaní krukkunni í glugganum til að fá mér paló brjóstsykurinn góða.
Það er hárrétt sem presturinn sagði, að þú varst betri í að gefa frekar en að þiggja. Það er mikið sem ég gæti sagt um þig og það var erfitt að þurfa að kveðja þig elsku amma. Ég er heppin að eiga allar þessar æðislegu minningar um þig og það voru forréttindi að fá að þekkja þig. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu!

Hvíl í friði elsku amma :*

11 desember 2008

Haustönnin 2008 og nýtt ár 2009!


Á meðan færslu stendur er í spilun:
Hey you - Pink Floyd
Three Wishes - The Pierces
Who is he - Burhan G
Gleðilegt nýtt ár 2009! Vonandi færir það nýja með sér betri tíma eftir slæman endi á því gamla!
Já síðasta önn er búin að vera heldur betur upptekin!
Ég var að læra alla daga eins og galin manneskja og kláraði síðan þessi 7 próf mín! Náði þeim síðan öllum með 7,8 í meðaleinkunn, sem er bara ágætt! Allavega get ég sagt að það kom mér á óvart að fá 8 í stærðfræði 303. Vona bara að sá næsti eigi eftir að ganga jafn vel. Næsta önn verður líka alveg crazy því að ég fer væntanlega í 7-8 áfanga. Allavega ef ég verð tekin inn í fjarnámið aftur, það eru alveg rosalega margir að fara í skóla aftur útaf kreppunni. Þannig að ég reyni bara að koma með pistla inná milli.

Allt gengur bara rosalega vel hjá Erni. Hann er núna í janúarkúrs og fer síðan bara að byrja á mastersverkefninu sínu í febrúar. Hann og Einir eru saman í því og ef allt gengur vel þá munu þeir klára og útskrifast sem verkfræðingar í ágúst/september :)
Það verður alveg nóg af útskriftum og veislum þetta árið semsagt. Örn útskrifast, ég vonandi líka (í annað skiptið), Lovísa og Svana klára stúdentinn og Þórir fermist!
Jólin og áramótin hafa síðan verið frábær bara! Við Örn höfum reyndar verið soldið á þeytingi fram og til baka en allt hefur gengið vel. Örn fór síðan til Danmerkur aftur núna 6 jan og ég fer þann 20 jan. Ágætt að fá gott frí áður en næsta turn byrjar. Næ vonandi að læra aðeins hraðar þá önnina. En allavega, þá vorum við Örn heima hjá mér fyrir austan um jólin og svo heima hjá honum um áramótin. Við fórum líka í nokkur jólaboð og allt bara rosalega gaman.

(ein aum mynd af okkur svona þangað til ég hleð inn af kortinu mínu)

Síðan var það sem beið mín eftir áramótin, en það var endajaxlataka þann 2 jan. Það gekk nú allt vel fyrir sig og ég fór heim tveimur tönnum fátækari. Núna er þetta samt byrjað að gróa nokkuð vel og bara litlar holur eftir. Ég er líka byrjuð að hreyfa mig aftur eins og ég get á meðan ég er í fríi. Síðan verður maður bara að vera harður við sjálfan sig úti!

Annars er það að Kristján Ari elskan átti 22 ára afmæli núna 10 janúar. Elskulegar afmæliskveðjur, knúsar og kossar! :* Síðan er það Gauti og Linda mín sem eiga afmæli næst, og ég fæ að óska þeim til hamingju áður en ég skríð af landinu.

Jæja, þá er ég orðin tóm í bili, eða allavega of þreytt til að skrifa meira. Ég ætla að reyna að vera duglegri við að skrifa á næstunni og henda inn myndum btw! Það leiðinlega er að ég nota tölvuna bara ekkert alltof mikið því að hún sjóðhitnar á mér, er yfirfull af myndum og lærdóm og í þokkabót þá brotnaði hin skjáfestingin svo að skjárinn helst ekki uppi á nokkurn hátt! Frábært alveg :)

Bless í bili frá Íslandi og Danmörku!

18 september 2008

"3 vika"


Til hamingju með afmælið mamma! :)
Elska þig dúllan mín

Nú er 2 vikan mín búin í fjarnáminu og allt gengur bara mun betur en ég bjóst við. Er með alveg 7 skilaverkefni í hverri viku og er ca. einn dag í hverju fagi. En þetta er bara gaman og skemmtilegt að vera í svona mörgum og fjölbreyttum fögum.
Síðustu helgi fórum við Örn, Tumi og Arndís hjólandi niður í bæ og þegar við komum aftur heim þá höfðum við hjólað heilan 41 kílómeter! En það var allavega bara gaman og við fengum líka fínasta veður.
Núna er síðan bara að byrja ný og busy helgi svo að ég blogga sennilega aftur eftir hana :)

01 september 2008

Danmörk - Sumarið 2008 liðið

Sumarið já - Það var alveg einstaklega fljótt að líða! En ef maður byrjar á vorinu þá get ég sagt frá því að það var einnig einstaklega ánægjulegt.

Mamma, pabbi og Bjarki litli bróðir minn komu í heimsókn í apríl og við gerðum ýmislegt saman, eins og t.d. að fara í Legoland og keyra um Billund sem er mun minni en ég hélt. Við sýndum þeim síðan Kaupmannahöfn og bæinn okkar Gladsaxe. Það má svo sjá betur á myndasíðunni minni hvað við brölluðum saman :)


Á eftir þeim komu svo Lovísa og Guðmundur kærastinn hennar í maí. Ég og María skelltum okkur með þeim í dýragarðinn í Kaupmannahöfn og tókum alveg heilan helling af myndum. Þau voru síðan líka mjög dugleg að fara og skoða sig um sjálf og fóru t.d. í Kristjaníu.


Á milli þessarra heimsókna skrapp ég heim til Íslands til að vinna og var þar í ca. 3 og hálfa viku. Ég var semsagt að byrja að vinna á Sólheimum og vann á bæði Grænu Könnunni sem er kaffihús staðarins og svo Brekkukoti sem er gistiheimilið þar. Hélt svo áfram að vera þar í allt sumar og það var bara rosalega gaman og ekki skemmdi fyrir að ég var að vinna með algjörum elskum :) Ég var hjá foreldrum mínum fyrir austan í sumar og það var æðislegt að flytja aftur heim þó það væri ekki nema tímabundið. Hefði þó viljað hafa kannski aðeins meiri tíma aflögu með fjölskyldunni. Ég var bara alltaf annaðhvort í vinnunni, að læra undir fjarnámið eða í bænum að hitta Örn. Missti líka af því að komast í útileguna sem mig langaði í!
Það er kannski réttast líka að segja frá því að ég komst áfram í gegnum heimaverkefnið mitt og í inntökupróf fyrir arkitektinn. Inntökuprófið stóð svo yfir í tvo heila daga og maður þurfti að gera heilmikið verkefni og um 190 manns í stofunni að gera það sama. Ég komst samt ekki áfram í gegnum það en reyni svo sannarlega aftur í vor.


En svo að nútímanum.
Við Örn vorum að detta inn í Danmörku á föstudaginn var og það er bara alveg æðislegt að vera komin aftur heim! Fáum gott veður enn sem komið er og erum að hjóla útum allt. Það er líka heldur betur búið að bætast við íslendingar hérna á litla kollegíið okkar! Núna erum við í 6 íbúðum. En við misstum þó því miður Maríu mína til íslands því að hún var að fara í gullsmíðina þar í vetur. María mín þú verður samt að vera dugleg að tala við mig þar sem ég er aaalein :)

Við erum síðan búin að hitta Auði og Eirík um helgina og Guðmundur frændi hans Arnar var hjá þeim í heimsókn áður en hann fór síðan aftur til Ítalíu. Við erum að spá í að skella okkur saman á Kanó eða Kajak á Bagsværd sø núna í vikunni jafnvel ef það verður gott veður.

Örn byrjaði svo bara í skólanum í dag og líkar vel enn sem komið er og fjarnámið mitt frá VMA byrjar svo næstkomandi fimmtudag á fullu. Gott að nýta tímann í bloggfærslur og brauðbakstur þangað til :)

Svo að lokum ætla ég að taka það fram að hann Bjarki dúllan mín verður 10 ára á morgun þann 2. september. Til hamingju með afmælið elskan mín! :*

17 apríl 2008

Legoland

Við fórum í Legoland með foreldrum og litla bróður Evu.....
Ég er bara að prófa að setja videoið hérna inn. Það er annars von á nýrri bloggfærslu.....