Á meðan færslu stendur er í spilun:
Hey you - Pink Floyd
Three Wishes - The Pierces
Who is he - Burhan G
Gleðilegt nýtt ár 2009! Vonandi færir það nýja með sér betri tíma eftir slæman endi á því gamla!
Já síðasta önn er búin að vera heldur betur upptekin!
Ég var að læra alla daga eins og galin manneskja og kláraði síðan þessi 7 próf mín! Náði þeim síðan öllum með 7,8 í meðaleinkunn, sem er bara ágætt! Allavega get ég sagt að það kom mér á óvart að fá 8 í stærðfræði 303. Vona bara að sá næsti eigi eftir að ganga jafn vel. Næsta önn verður líka alveg crazy því að ég fer væntanlega í 7-8 áfanga. Allavega ef ég verð tekin inn í fjarnámið aftur, það eru alveg rosalega margir að fara í skóla aftur útaf kreppunni. Þannig að ég reyni bara að koma með pistla inná milli.
Allt gengur bara rosalega vel hjá Erni. Hann er núna í janúarkúrs og fer síðan bara að byrja á mastersverkefninu sínu í febrúar. Hann og Einir eru saman í því og ef allt gengur vel þá munu þeir klára og útskrifast sem verkfræðingar í ágúst/september :)
Það verður alveg nóg af útskriftum og veislum þetta árið semsagt. Örn útskrifast, ég vonandi líka (í annað skiptið), Lovísa og Svana klára stúdentinn og Þórir fermist!
Jólin og áramótin hafa síðan verið frábær bara! Við Örn höfum reyndar verið soldið á þeytingi fram og til baka en allt hefur gengið vel. Örn fór síðan til Danmerkur aftur núna 6 jan og ég fer þann 20 jan. Ágætt að fá gott frí áður en næsta turn byrjar. Næ vonandi að læra aðeins hraðar þá önnina. En allavega, þá vorum við Örn heima hjá mér fyrir austan um jólin og svo heima hjá honum um áramótin. Við fórum líka í nokkur jólaboð og allt bara rosalega gaman.
(ein aum mynd af okkur svona þangað til ég hleð inn af kortinu mínu)
Síðan var það sem beið mín eftir áramótin, en það var endajaxlataka þann 2 jan. Það gekk nú allt vel fyrir sig og ég fór heim tveimur tönnum fátækari. Núna er þetta samt byrjað að gróa nokkuð vel og bara litlar holur eftir. Ég er líka byrjuð að hreyfa mig aftur eins og ég get á meðan ég er í fríi. Síðan verður maður bara að vera harður við sjálfan sig úti!
Annars er það að Kristján Ari elskan átti 22 ára afmæli núna 10 janúar. Elskulegar afmæliskveðjur, knúsar og kossar! :* Síðan er það Gauti og Linda mín sem eiga afmæli næst, og ég fæ að óska þeim til hamingju áður en ég skríð af landinu.
Jæja, þá er ég orðin tóm í bili, eða allavega of þreytt til að skrifa meira. Ég ætla að reyna að vera duglegri við að skrifa á næstunni og henda inn myndum btw! Það leiðinlega er að ég nota tölvuna bara ekkert alltof mikið því að hún sjóðhitnar á mér, er yfirfull af myndum og lærdóm og í þokkabót þá brotnaði hin skjáfestingin svo að skjárinn helst ekki uppi á nokkurn hátt! Frábært alveg :)
Bless í bili frá Íslandi og Danmörku!